Þú ert rétt búin að loka útidyrunum þegar það rennur upp fyrir þér að húslyklarnir eru enn á borðinu. Þegar í vinnuna er komið uppgötvar þú að gleraugun eða síminn urðu eftir heima. Þú skilur skjölin sem þú varst að vinna í eftir á borði samstarfsmanns og gleymir kaffibollanum í eldhúsinu. Kannastu við eitthvað af þessu eða jafnvel allt? Þá þjáist þú af því sem kallað er heilaþoka.