Það er klassískt að bjóða upp á rósakál með hátíðamat en í þetta skiptið höfum við það ferskt og þunnt skorið. Sykurbaunir og græn epli gefa stökka og ferska áferð. Graslaukssósan inniheldur kasjúhnetur sem eru hinn fullkomni kremaði grunnur í sósur. Þetta salat mun klárast á methraða í páskaboðinu og hentar vel að degi til og kvöldi.
