Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur er með þekktustu áhrifavöldum landsins. Hún er talsmaður jákvæðrar líkamsímyndar og hefur byggt upp stóran hóp fylgjenda á samfélagsmiðlum undir nafninu Ernuland. Erna eignaðist tvíburasyni í lok apríl og var opinská um erfiðleika meðgöngunnar. Það var ekki aðeins meðgangan sem var Ernu erfið, örfáum dögum fyrir áætlaða keisarafæðingu missti hún tengdamóður sína og segist Erna enn eiga eftir að vinna úr sorginni að missa eina af sínum bestu vinkonum.