Í reisulegu húsið við Flókagötu búa þau Rósa Sigurðardóttir og eiginmaður hennar Sverrir Arnar Diego ásamt dótturinni Theu Rós Diego og heimilisketti. Húsið, sem var byggt árið 1950, var teiknað af Einari Erlendssyni húsameistara en hann var talinn einn af brautryðjendum í íslenskri byggingarlist þó að hann hefði ekki formlega menntun sem arkitekt.