Anna Lilja Þórisdóttir segist engan áhuga hafa haft á að baka þegar hún var barn og unglingur en hún hafi byrjað á því þegar hún komst á fullorðinsár og bætt glataðan tíma í bakstrinum upp. Það var þegar hún horfði á bökunarkeppnina Den storey bagedyst þar sem þátttakendur áttu að baka sítrónukökur að hana langaði í eina slíka og með smávegis leit að bökudeigi og sítrónufyllingu hafi hún verið komin með ljómandi fína sítrónuböku sem hún gefur lesendum hér uppskrift að.