Harpa Árnadóttir opnaði í apríl einkasýninguna Skuggafall – Leiðin til ljóssins í Listval. Verkin eru lifandi og litrík en þau minna á landslag. Harpa notar vatnsleysanlega liti og lím í verkunum sínum sem taka marga mánuði og jafnvel ár að verða til. Sýningin stendur yfir til og með 18. maí.