Í gömlu iðnaðarhúsi í Skipholtinu býr Arnhildur Pálmadóttir arkitekt með sambýlismanni sínum og
heimiliskettinum Apolló sem ræður þar ríkjum. Einfaldleiki og látleysi einkennir heimili þeirra þar
sem plöntur og náttúruleg efni fá að njóta sín með sögu hússins. Póstmódernískir þríhyrningar og
óvenjuleg grunnmynd heillaði en þau leituðu lengi eftir hinu rétta óhefðbundna húsi.