Leikstjórinn Árni Ólafur Ásgeirsson lést langt fyrir aldur fram í apríl síðastliðnum, eftir skammvinn veikindi. Árni leikstýrði stuttmyndum og síðar kvikmyndum á borð við Blóðbönd og Brim og hlaut fjölda verðlauna og tilnefningar á hátíðum víða um heim fyrir verk sín.
