Þórunn Eva G. Pálsdóttir er móðir tveggja langveikra drengja. Mörg ár tók að fá rétta greiningu fyrir eldri soninn, en báðir bera þeir sama genagallann frá móður sinni sem þau greindust öll með fyrir fjórum árum. Líf fjölskyldunnar hefur verið skipulagt í kringum veikindi drengjanna en Þórunn hefur þrátt fyrir erfiðleikana náð að mennta sig og setja á fót Míu-verkefnið þar sem allur ágóði rennur til fjölskyldna langveikra barna.