Katrín Edda Þorsteinsdóttir vélaverkfræðingur hefur náð að hemja sjálfa sig og dugnaðinn og lært að lifa í núinu. Eftir að hafa farið á hnefanum margoft ósofin í gegnum lífið, fjölmörg störf með námi, fitnesskeppnir, ferðalög og andlegt ofbeldissamband gefur Katrín sér loksins tíma til að hugsa um hvað hún vill gera, þar á meðal að gefa út sína fyrstu bók, dagbók, sem hún byggir á eigin reynslu.