Sema Erla hefur þurft að lifa með hatursorðræðu í sínu daglega lífi í meira en áratug.
Sema Erla er Íslendingur og Tyrki og fæddist hún á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í september árið 1986. Í dag býr hún í Reykjavík, þar sem hún hefur búið mestalla ævi, með Bjarka, manninum sínum, og hundunum þeirra, Perlu og Mario. Sema Erla starfar sem aðjúnkt í tómstunda- og félagsmálafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og er jafnframt stofnandi og formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi.
Umsjón og texti: Salome Friðgeirsdóttir