Þegar við Lóa kynntumst átti hún fimm mánaða gamlan dreng. Faðir hans var ekki inni í myndinni, sagði hún mér, margt óæskilegt í gangi þar og hann hafði að auki lýst því yfir að hann hefði ekki á áhuga á barninu. Ég gekk Sigga litla í föðurstað og fyrstu sjö ár ævinnar þekkti hann ekki aðra feður en mig.