Ragnhildur Jónasdóttir, betur þekkt sem Ragga Holm, er hlustandi vikunnar að þessu sinni. Ragga er nýbyrjuð með tónlistarþáttinn Smellur á Rás 2 sem er alla laugardaga frá klukkan 16-18. Þess á milli er hún starfandi plötusnúður og forstöðumaður í félagsmiðstöð. Hún hefur átt góðan tónlistarferil undir listamannsnafninu Ragga Holm og er sömuleiðis meðlimur í hljómsveitinni Reykjavíkurdætur. Við komumst að því hvað hún er að hlusta á!
