„Ef þú getur látið þig dreyma um það getur þú gert það“
Umsjón: Steingerður Steinarsdóttir
Myndir: Hallur Karlsson og aðsendar
Carla er argentínskur fatahönnuður búsett á Íslandi. Merkið hennar, INTENSÄ JOY & ART, var stofnaði í Buenos Aires og þar hóf hún framleiðslu á vönduðum gallajökkum skreyttum margvíslegum málmpinnum. Mynstrin eru handgerð og hver jakki einstakur. Fyrir tveimur árum flutti Carla hingað og hefur síðan unnið að því að koma vörum sínum á markað í Evrópu.
