Þótt máltækið segi að hóflega drukkið vín gleðji mannsins hjarta eru æ fleiri sem kjósa að vera án áfengis. Margt ungt fólk tekur ákvörðun um að byrja aldrei að drekka og eldra fólk kýs að hætta. Ástæðurnar eru margar og ekkert endilega alkóhólismi. Úti í heimi er orðin til hreyfing, edrú og forvitin, en þá snýst allt um að njóta lífsins í botn og láta ekkert trufla upplifunina.