Cosmopolitan drykkurinn eða Cosmo eins og hann er oft kallaður var fundinn upp um 1930. Vinsældir hans ruku upp úr öllu valdi í byrjun 20 áratugarins þegar stöllurnar í sjónvarpsþáttunum Sex and the City pöntuðu hann í gríð og erg á börum Manhattan í New York. Nafn drykkjarins þýðir heimsborgari á íslensku og er hann sannkölluð klassísk sem á alltaf við á góðu skvísukvöldi.