Þóru Unni Kristinsdóttur, 93 ára ömmu og langömmu, ættu margir að kannast við en hún er einn af höfundum lestrarbókanna Við lesum og Í stafaleik. Hún er Strandamaður, ættuð frá Hólmavík, en hennar einkennisuppskrift fékk hún í Noregi árið 1962, svokallaðar Brussel-vöfflur. Þóra á þrjú barnabörn og tvö barnabarnabörn sem dásama vöfflurnar. Á Gvendardaginn, þann 16. mars á ári hverju, heldur Þóra daginn hátíðlegan með kökuboði en þar er Hólmavíkurkakan fremst í flokki.