Sinn er siðurinn í landi hverju segir máltækið og það sama á við þegar kemur að brúðkaupssiðum. Margir þeirra eru skemmtilegir, eins og að brúðurin hendir brúðarvendinum til ólofaðra kvenna í brúðkaupsveislunni, aðrir eru sérstakir, eins og í Kongó þar sem brúðhjónin mega ekki brosa á brúðkaupsdaginn.