Brauðbúðingur þekkist í mörgum löndum en heimildir um slíkt lostæti í enskri eldamennsku ná allt aftur til 11. aldar. Lengi vel var hann kallaður „eftirréttur fátæka mannsins“ en fljótlega var farið að gera hann svolítið áhugaverðari með rjóma og jafnvel rúsínum eða kúrenum út í. Hér sleppum við þeim en bætum sítrónu- og möndlusmjöri við í staðinn.