Fimmtudagsmorðklúbburinn eftir Richard Osman sló í gegn og náði metsölu í Bretlandi og víðar. Kannski ekki undarlegt að landar hans væru spenntir fyrir bókinni enda þekktu þeir hann af góðu úr sjónvarpinu. En fljótlega kom í ljós að lesendur um allan heim höfðu jafngaman af því að fylgjast með fjórum bráðsnjöllum gamalmennum leysa morðmál og ná fram réttlæti í ýmsum málum. Og nú er komið framhald ekkert síðra, Maðurinn sem dó tvisvar.