Enginn er varnarlausari en barn í miðjum stríðsátökum. Þau skilja ekki pólitík hinna fullorðnu eða hvað gengur á en skynja hins vegar vel ógnina sem vofir yfir. Þess vegna kjósa ótal listamenn að sýna fram á tilgangsleysi og grimmd stríðsátaka með því að horfa á þau í gegnum augu barns. Margar frábærar kvikmyndir hverfast einmitt um þemað börn í miðju stríði og sú nýjasta Belfast er einkar falleg