Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, hefur stundað nám og starfað víðs vegar um heiminn. Hún hefur lært ellefu tungumál og segist hafa verið fljótt farin að pæla í alþjóðamálum. Birna er stjórnmálafræðingur að mennt, með meistaragráðu í alþjóðlegum öryggismálum frá Georgetown-háskóla og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað sem framkvæmdastýra landsnefndar UN Women (þá UNIFEM), yfirmaður verkefnaskrifstofu UN Women í Serbíu og Svartfjallalandi og framkvæmdastýra Evrópustofu. Hún hefur einnig unnið sem ráðgjafi fyrir alþjóðastofnanir og utanríkisráðuneytið og kennt öryggismál og starfsemi alþjóðastofnana á háskólastigi.