Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Post Type Selectors
dflip
post
dflip

Bolludagur

Þorrinn hófst 26. janúar en honum fylgja ýmis skemmtileg tilefni og þar á meðal er bolludagurinn sem haldinn verður hátíðlegur 12. febrúar. Talið er að bolluát og flengingar hafi borist til Íslands frá Noregi eða Dan- mörku á síðari hluta 19. aldar frá þarlendum bökurum sem settust hér að. Til að byrja með var dagurinn oft kall- aður „flengingardagur“ en heitið „bolludagur“ sást fyrst á prenti hér á landi árið 1910. Í seinni tíð eru litríkir bolluvendir gjarnan föndraðir í kringum daginn og flengja börn svo foreldra sína og for- ráðamenn með vendinum og hrópa: „Bolla! Bolla! Bolla!”. Í skiptum fyrir flengingu fá börnin gómsætar bollur en hjá mörgum vekur dagurinn upp hlýjar og góðar minningar.

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.