Þorrinn hófst 26. janúar en honum fylgja ýmis skemmtileg tilefni og þar á meðal er bolludagurinn sem haldinn verður hátíðlegur 12. febrúar. Talið er að bolluát og flengingar hafi borist til Íslands frá Noregi eða Dan- mörku á síðari hluta 19. aldar frá þarlendum bökurum sem settust hér að. Til að byrja með var dagurinn oft kall- aður „flengingardagur“ en heitið „bolludagur“ sást fyrst á prenti hér á landi árið 1910. Í seinni tíð eru litríkir bolluvendir gjarnan föndraðir í kringum daginn og flengja börn svo foreldra sína og for- ráðamenn með vendinum og hrópa: „Bolla! Bolla! Bolla!”. Í skiptum fyrir flengingu fá börnin gómsætar bollur en hjá mörgum vekur dagurinn upp hlýjar og góðar minningar.