Nýlega var gefin út bókin Laugavegur þar sem rakin er byggingar- og verslunarsaga aðalgötu Reykjavíkur. Sagt er frá í máli og myndum og tilraun gerð til að útskýra hvers vegna hún hefur þróast með þeim hætti sem raun ber vitni. Líklega endurspeglar engin gata á landinu jafn vel tíðarandann í borginni á hverjum tíma og Laugavegur.