Karfavogur í póstnúmeri 104 í Reykjavík er sérlega notaleg botnlangagata sem einkennist af grónum görðum og rólegheitum. Nýverið heimsóttum við fallegt heimili við Karfavog þar sem Ragna Stefánsdóttir og Funi Magnússon búa ásamt börnunum sínum þremur, Einari Frosta, Sindra Hrafni og Þorbjörgu Tinnu. Um 193 fermetra parhús með bílskúr er að ræða, byggt árið 1973 Í húsinu eru fjögur svefnherbergi á efri hæð ásamt baðherbergi sem hefur verið gert upp á ansi skemmtilegan hátt. Á neðri hæð er forstofa, gestasalerni, þvottahús og samliggjandi eldhús, borðstofa og stofa. Þau Ragna og Funi hafa ráðist í þó
nokkrar framkvæmdir síðan þau fluttu inn og gert húsið að sínu en samhliða haldið í upprunalegan stíl að vissu leyti. Ragna tók á móti föruneyti Húsa og híbýla á einum góðviðrisdegi í apríl og sagði okkur meðal annars frá húsinu, framkvæmdum og þeim stíl sem hún aðhyllist.