Umhverfismál og sjálfbærni eru feðginunum Áskeli Þórissyni og Laufeyju Dóru, dóttur hans, hjartans mál. Vörumerkið LAUFEYvarð til fyrir tæpum tveimur árum en þá sá Laufey eina af náttúruljósmyndum föður síns á tölvuskjánum hjá honum og datt í hug að það gæti verið nokkuð flott að setja þessa mynd á kjól. Þau settust yfir þetta, skoðuðu fleiri myndir í safninu hans og komust að þeirri niðurstöðu að það væri þess virði að halda áfram.