Það er margt sem hægt er að gera til að skapa notalegar stundir í borðstofunni. Fallegir diskar, glös og ekki síður diskamottur og dúkar gefa tóninn eftir því hvernig við viljum setja hann. Fleira mætti telja eins og fallega lýsingu og svo þarf náttúrlega skenk eða skáp undir allt leirtauið og fallegu glösin. Við kíktum á margt fallegt í borðstofuna fyrir haustið.