Basilíka er afar bragðgóð kryddjurt sem er tilvalið að hafa í eldhúsinu. Hún hefur verið notuð í matargerð í um 5000 ár og á uppruna sinn á Indlandi þaðan sem hún barst til Evrópu. Jurtin er afar vinsæl við Miðjarðarhafið svo sem á Ítalíu og í Frakklandi.