Það er kallað bakflæði þegar innihald magans, maturinn, rennur til baka upp í vélinda. Þetta er vel þekkt ástand, sem veldur óþægindum en er sjaldnast hættulegt. Helstu einkenni bakflæðis eru uppþemba og brjóstsviði eftir máltíðir. Við langvarandi bakflæði er ástæða til að ráðfæra sig við lækni því þá er hætta á skemmdum á slímhúð vélindans.