Fiskur er afbragðskvöldmatur og við höfum gott aðgengi að ferskum fiski hér á landi sem ætti að vera á boðstólum einu sinni í viku eða oftar. Góður fiskur veitir vellíðan og inniheldur mikið af góðum næringarefnum líkt og Omega-3 fitusýrum, D-vítamínum, járni og magnesíum. Með því að fylgja uppskrift getur fiskur verið hinn mesti veislumatur. Í þessum þætti höfum við fimm einfaldar og góðar uppskriftir fyrir alla fjölskylduna, allt frá þorski í karrísmjöri til ítalskrar sjávaréttasúpu og allt þar á milli. Hér ættu allir í fjölskyldunni að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.