Atollo er án efa meðal þekktari lampa ítalskrar nútímahönnunarsögu en það er Ítalinn Vico Magistretti (f. 6. október 1920 d. 19. september 2006) sem á heiðurinn af hönnuninni. Lampinn var settur á markað árið 1977, en hann var hannaður fyrir ljósafyrirtækið Oluce sem stofnað var árið 1945. Magistretti hlaut m.a. Campasso d´Ora-verlaunin fyrir hönnunina árið 1979.