Þrettán ára gömul skrifaði Kristín Björg sína fyrstu skáldsögu, Dóttir hafsins, sem er fyrsta bókin í þríleiknum Dulstafir. Handritið geymdi Kristín vel allt þar til hún gaf það út á fullorðinsárum á vegum Bókabeitunnar, eða árið 2020, þá endurskrifað og endurbætt.
Núna er síðasta bók þríleiksins að koma út fyrir jólin, það er skáldsagan Orrustan um Renóru, og þar með bindur Kristín hnút á þetta ævintýri sitt sem hófst fyrir um átján árum síðan.