Óhætt er að segja að líf Ólafar Erlu Bjarnadóttur hafi snúist um keramík um langa hríð en upphaflega ætlaði hún að leggja fyrir sig listmálun. Auk þess að starfa á verkstæðinu sínu þá kennir hún leirlist við Myndlistaskólann í Reykjavík og kenndi áður við Listaháskóla Íslands en fyrsta verkstæði Ólafar var á fjósaloftinu á Hvanneyri.