Galdrar eru eitthvað sem mörg okkar tengja við kukl miðalda þegar fáfróðir trúðu á að eitthvað æðra handan heims gæti bjargað þeim á lífsins leið, bæði með hversdagsleg verkefni og vandamál, sem og þau erfiðari. Ástargaldrar eru þó ávallt skemmtilegir, hver vill ekki meiri ást, hamingju og ánægju í líf sitt, galdurinn er bara að trúa. Bókin Love Magick eftir Cassandra Eaton inniheldur fjölda ástargaldra fyrir fólk í leit að sjálfu sér, ástinni, maka eða meiri ást í sambandið. Við þýddum einn þeirra fyrir þá sem eru enn að leita að hinni einu sönnu ást.