Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir er lífsglöð áhugakona um heilsu og velferð. Hún er fædd og uppalin í sveit í Skagafirði og á sautján ára son, tvo gára og kanínu. Eftir búsetu í Reykjavík, allmörg ferðalög um landið og heiminn sem leiðsögukona, jóganemandi, jógakennari og hljóðheilari settist hún að á Akureyri og lagði stund á BSc-nám í iðjuþjálfunarfræðum við Háskólann á Akureyri þar sem hún starfar einnig sem jógakennari í dag.