Sú nýstárlega skemmtun býðst í Salnum í vetur að halda upp á Ár íslenska einsöngslagsins kl. 13.30 á sunnudögum. Þetta er bráðskemmtileg tónleikaröð þar sem framúrskarandi einsöngvarar og píanóleikarar koma fram á átta tónleikum með fjölbreyttri efnisskrá. Á tónleikunum verður varpað ljósi á þær gersemar sem tónskáld og ljóðskáld liðins tíma og samtímans hafa skapað; bæði þekktar og óþekktar söngperlur. Þann 2. október koma fram söngvararnir Bryndís Guðjónsdóttir sópran, Gissur Páll Gissurarson tenór, Oddur Arnþór Jónsson baritón og Silja Elsabet Brynjarsdóttir mezzo-sópran. Undirleikarar á píanó eru Ástríður Alda Sigurðardóttir og Eva Þyri Hilmarsdóttir.