Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Post Type Selectors
dflip
post
dflip

Annie Mist fer af stað með æfingarprógram fyrir konur á breytingaskeiðinu 

Annie Mist Þórisdóttir var fyrsta konan í heiminum til að vinna Crossfit-leikana tvisvar í röð en hún varð heimsmeistari árin 2011 og 2012. Hún varð í öðru sæti á leikunum árin 2010 og 2014. Tvær hraustustu konur landsins, þær Katrín Tanja Davíðsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir, segja að þeim hafi opnast hulinn heimur þegar þær fóru að kynna sér hvaða hreyfing virki best fyrir konur á breytingaskeiði. Þær bjóða nú upp á ráðgjöf um næringu, hreyfingu og allt sem viðkemur breytingum í líkamanum á þessu skeiði. 

Það kom reyndar ekki til af góðu að þær fóru að skoða hreyfingu og mataræði kvenna á breytingaskeiði. Þær sáu það einfaldlega á mæðrum sínum að það sem virkaði vel fyrir þær áður hentaði þeim alls ekki lengur. Þrátt fyrir að mæður þeirra legðu sig allar fram sáu þær lítinn árangur af erfiðinu. Það átti þó eftir að breytast hratt. 

Annie segir að konur á breytingaskeiði eigi að lyfta lóðum þrisvar í viku, taka hraða spretti einu sinni í viku og borða eitthvað prótein í hvert mál.

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.