Kristján Hafþórsson er jákvæður maður að eðlisfari og segist ávallt reyna að sjá glasið hálffullt frekar en hálftómt. Hann missti föður sinn 15 ára og segir áfallið hafa mótað sig og lífsviðhorf sitt. Kristján setur fjölskylduna í forgang í lífinu, en sinnir jafnframt sjálfum sér, áhugamálum og vinnu í bland. Rauði þráðurinn í gegnum allt er samskipti við fólk og að miðla jákvæðni og hvatningu.