Meðvitund fólks um hvaða áhrif neysla þess hefur á umhverfið fer vaxandi og mjög margir eru farnir að flokka rusl, minnka matarsóun og finna leiðir til umhverfisvænni innkaupa. Í því felst meðal annars að velja umhverfisvænar umbúðir og margnota poka. En betur má ef duga skal. Plast er víðar en í umbúðum og árvekniátakið Plastlaus september mun í ár vera með sérstaka fræðslu um örplast. Natalie Ouellette er formaður framkvæmdahóps Plastlauss septembers og hún segir nauðsynlegt að vekja athygli á hættum örplastsins en ekki síður hvernig hægt sé valdefla einstaklinga svo þeir finni úrlausnir og hafi áhrif.