Allir ástríðukokkar og mataráhugamenn þekkja að smátt og smátt eignast þeir eftirlætisrétti. Eitthvað gómsætt, gjarnan tengt góðum minningum, og auk þess er öruggt að falli alltaf í kramið. Til þessara rétta er gott að grípa þegar mikið liggur við og á að gleðja mikilvæga gesti. Edda S. Jónasdóttir er í hópi þeirra sem eldar af ástíðu og nýtur þess að deila góðum mat með öðrum. Hún gaf út fyrir jólin bók með eftirlætisréttum sínum, myndskreytta af Hlíf Unu Bárudóttur.