Fimm góð ráð frá konu til konu
Marín Manda Magnúsdóttir starfar sjálfstætt að sjónvarpsþáttagerð með Orca Films sem handritshöfundur og þáttastjórnandi. Upp á síðkastið hefur hún verið að vinna að mannlífsþáttunum Spegilmyndin og förðunarþættinum Útlit sem hafa slegið í gegn á Stöð2. Marín Manda útskrifaðist með BA-próf í nútímafræði og MA-próf í hagnýtri menningarmiðlun og hefur nýtt sér þá menntun við gerð þessara þátta. Hún hefur undanfarin ár einnig haldið úti hlaðvarpinu Spegilmyndin en þar fær hún áhugavert fólk til sín í spjall til að ræða um allt á milli himins og jarðar sem snýr að næringu, heilsu, lífsstílsbreytingum, líkamsvitund, tískutrendum og fegurð. Og ekki er minna að gera heima við en Marín Manda á fjögur börn og búa þau og maðurinn hennar í Fossvoginum.
Umsjón: Salome Friðgeirsdóttir / Myndir: Aðsendar