Bókin Straumar frá Bretlandseyjum – Rætur íslenskrar byggingarlistar eftir arkitektana Hjördísi Sigurgísladóttur og Dennis Davíð Jóhannesson er komin út. Bókin er afrakstur sögulegs rannsóknarverkefnis þeirra. Hún fjallar um hvernig áhrif frá Bretlandseyjum hafa mótað íslenska byggingarsögu frá upphafi byggðar og fram á daginn í dag. Bókin kom út í dag.