Fatahönnuðurinn Aníta Hirlekar býr í snoturri íbúð á Rekagranda í Vesturbænum ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum þeirra, íbúðina hafa þau gert upp smátt og smátt síðan þau fluttu inn. Umhverfissjónarmið leika stórt hlutverk á bæði heimilinu og í hönnun Anítu, hún vill eiga fáa og góða hluti og það er einmitt hugmyndafræðin sem hún hefur að leiðarljósi í vinnu sinni. Við kíktum í heimsókn til Anítu í Vesturbæinn en einnig á líflega vinnustofuna hennar þar sem mikil hugmynda- og tilraunastarfsemi fer fram.