Hermenn tínast heim úr stríði, fólk leggur á flótta undan átökum eða náttúruhamförum, óttinn, sorgin og ógnin fylgja því og veldur varanlegum skaða á heilsu þess. En þar með er það ekki búið, nýlegar rannsóknir vísindamanna sýna að áföll breyta erfðum fólks og afleiðingar voveiflegra atburða erfast til næstu kynslóðar.