Útþráin grípur án efa alla eyjabúa einhvern tíma á ævinni. Kannski veldur þau óhjákvæmilegu takmörk sem það setur að vera afmarkaður af hafi á alla vegu fremur en nágrannaríkjum sem auðveldlega má líta til. Hvernig sem því er varið ferðast menn þó á mismunandi máta og uppskera hver á sinn hátt. Sigríður Víðis Jónsdóttir er besta tegund ferðalanga sem hugsast getur. Hún er greind, forvitin, greinandi, umburðarlynd og kærleiksrík. Bókin hennar Vegabréf íslenskt ber öllu þessu vitni.