Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Post Type Selectors
dflip
post
dflip

„Ætli það séu ekki áföll og vonbrigði, árangur og sigrar sem hafa haft dýpstu áhrifin á það hver ég er í dag“

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir tekur við embætti biskups Íslands 1. júlí næstkomandi og verður vígð í embættið 1. september. Sumarið hjá sr. Guðrúnu fer því að einhverju leyti í að undirbúa vígsluna um leið og næsti vetur verður skipulagður. Guðrún segir um biskupsembættið að þar hafi verið um að ræða ytri og innri köllun. Nokkur ár eru liðin frá því að farið var að ræða þennan möguleika við hana af þó nokkurri alvöru af kollegum hennar sem og öðru kirkjufólki og fólki í samfélaginu. Hún var því hvött mjög ákveðið til að gefa kost á sér og smám saman segist hún hafa fundið það eftir bæn, íhugun og samtöl við vini, fjölskyldu og góða ráðgjafa að þetta væri eitthvað sem hún gæti vel hugsað sér. Sr. Guðrún segist hafa gengið í gegnum ýmislegt sem hefur verið erfitt, missi, hjónaskilnað og fleiri áföll en það sem hefur fyrst og fremst hjálpað sér í gegnum erfiða reynslu er trúin. Hún segir að það séu einmitt áföllin og vonbrigðin, árangur og sigrar sem hafa haft dýpstu áhrifin á það hver hún er í dag. 

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.