Líklega ætla margir að gefa sér góðan tíma til að njóta um jólin og flestir heima. Sú var tíðin að fólk hamaðist fyrir jól, bakaði og þreif allt hátt og lágt, smákökurnar voru vel geymdar í dunkum inni í geymslu og enginn mátti smakka fyrr en á jólum. Þegar þau gengu í garð hafði orðið umsnúningur á öllu og hátíðleikinn hvíldi yfir.