Margrét Loftsdóttir var listmálari og var að þróast og þroskast sem slíkur þegar hún lést aðeins 28 ára að aldri. Hún byrjaði seint að mála, eða um tvítugt, en skildi engu að síður eftir sig fjölda verka. Foreldrar hennar og systkini ákváðu að halda yfirlitssýningu í minningu Margrétar um sex mánuðum eftir andlát hennar.
