Líklega er ómögulegt að komast í gegnum lífið án þess að upplifa einhverja erfiðleika og sorg. Við upplifum okkur jafnvel týnd og sjáum ekki fyrir okkur að storminn muni nokkurn tíma lægja þegar við göngum í gegnum erfiða tíma. En öll él styttir upp um síðir.