Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands og önnur konan til að gegna því starfi. Hún segir starf lækna líklega aldrei hafa verið jafnflókið og krefjandi og nú, þar komi til væntingar almennings um skjótvirkar lausnir en á sama tíma sé starfsumhverfi lækna gríðarlega erfitt vegna manneklu. Við þetta bætist að umræða í fjölmiðlum sé oft óvægin og einhliða sem skapi óöryggi hjá almenningi og heilbrigðisstarfsfólki.